Damask.is sýnir hluta af þeim vörum sem A. Smith ehf flytur inn og hefur til sölu. Okkar helstu vörumerki eru dúkar frá Garnier Thiebaut og Le Jacquard Francais frá Frakklandi, rúmföt frá Curt Bauer og Quagliotti. Le Jacquard Francais er vörumerki og sérhæfir sig í dúkum og svipuðum vörum fyrir heimili. Garnier Thiebaut er mun stærra fyrirtæki sem framleiðir vörur bæði fyrir einstaklinga og stórar hótelkeðjur.
Quagliotti er aftur á móti lítið Ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur ofið ævintýralega falleg satín damaskefni fyrir önnur fyrirtæki t.d. Gucci og Anichini í Ameríku. Seinustu árin hefur fjölskyldan lagt meiri áherslu á sitt eigið vörumerki. Sængurföt frá fyrirtækinu prýða m.a. vistarverur bresku konungsfjölskyldunnar og Ritz hótelið í París.
Einnig flytjum við inn hágæða rúmföt frá Kína og servéttur og dúka frá Bretlandi fyrir hótel og heimili.
A. Smith ehf hefur starfað óslitið frá árinu 1946 og á sama stað við Bergstaðastræti 52 í Reykjavík. Við sérhæfum okkur í þvotti á dúkum og sængurfötum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Frá árinu 2005 höfum við flutt inn og selt vörur.